Vestfirðir eru í hugum margra sveipaðir dulúðlegum blæ. Þessi elsti hluti Íslands, sem myndaðist fyrir 16 milljónum ára, ber ummerki íshellunnar sem lá yfir landinu á ísöld. Er landslagið mótað eftir jökulinn: djúpir firðir, jökulskálar, björg, dalir og eyrar. Þetta ægifagra landslag iðar af dýralífi. Þar má oft, á sumrin, sjá dýr eins og erni, refi og lunda í sínu náttúrulega umhverfi. Háir og fallegir fossar falla af björgum og fjöllum. Þorpin lúra undir bröttum fjöllum og er mannlífið mótað af umhverfi sínu. Það mætti segja að Vestfirðir skiptist í 6 eftirfarandi hluta.

Reykhólar og Barðaströnd

Fjaran á suðurströnd Vestfjarða einkennist af mörgum flóum aðgreindum með háum fjöllum, litlu undirlendi og víða eru björg. Er horft er yfir Breiðafjörð má líta hinar óteljandi eyjar sem þar eru. Þessi hluti Vestfjarða er tiltölulega gróður mikill og þarna má líka finna jarðhitasvæði. Þetta svæði er þekkt fyrir náttúrufegurð og auðugt fuglalíf og sérkennilegar klettamyndanir. Margar áhugaverðar gönguleiðir eru á þessu svæði.

Suðurfirðirnir og Látrabjarg

Dynjandi í Arnarfirði er á meðal mest dáðustu fossa Íslands,  fellur hann fram af bröttu fjalli um 100 metra í nokkrum áföngum.  Næsti fjörður við Arnarfjörð er Dýrafjörður. Á milli þeirra liggur skagi þar sem ótal gönguleiðir eru. Þar er Kaldbakur, hæðsta fjall Vestfjarða, 998 m hár. Gullin sandur og mikil fuglalíf er á suðurströndinni. Vestasti oddi Íslands er Látrabjarg,14 km langt og 441 m hátt. Látrabjarg er stærsta fuglabjarg landsins. Bjargið er heimkynni milljóna fugla. Þar eiga sér aðsetur: lundi, langvía, álka, rita og fýlar. Er bjargið bæðir hrífandi og hrikalegt. Auðvelt er að fara á Látrabjarg, vegurinn liggur nánast að brún bjargsins og þar eru bílastæði.  

Ísafjarðarbær

Sveitafélagið Ísafjarðarbær samanstendur af Ísafjarðarbæ, Hnífsdal, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Hafa allir staðirnir mikla náttúrufegurð. Fjölbreytilega afþreyingu má finna á öllum stöðunum, s.s. kayak, gönguferðir, sjóstöng, hestaferðir, skoðunarferðir á söfn ásamt mörgu öðru áhugaverðu.

Ísafjarðardjúp

Aðal þjóðvegur á milli Ísafjarðar og Hólmavíkur liggur um Ísafjarðardjúp. „Djúpið“, eins og vestfirðingar kalla það, er einn dýpsti fjörður landsins. Inn úr Djúpinu ganga margir firðir og víkur. Marga áhugaverða staði er hægt að heimsækja á leið um Djúpið. T.d. Melrakkasetrið í Súðavík, hægt er að fara á kayak í Ögri, og ekki síst ævintýra dalinn Heydal í Mjóafirði. Sést Drangajökull vel úr Djúpinu og er hægt að keyra upp að honum frá Snæfjallaströnd.

Jökulfirðir og Hornstrandir

Einungis er hægt að ferðast til Hornstranda friðlandsins með bát. Eru áætlanir farnar frá Ísafirði, Bolungarvík og Norðurfirði. Þessi hluti Vestfjarða er einstaklega fallegur. Þar hafa dýr og gróður fengið að vaxa villt. Yfirgefin þorp, bæir og kirkjur, sem hafa verið gerð upp af afkomendum þeirra sem áður byggðu svæðið, setja svip sinn á umhverfið. Hægt er að fara í stuttar og langar gönguferðir um svæðið.

Strandir

Strandir einkennast af fjörðum og víkum. Brött fjöll aðskilja firðina og er landslagið ólíkt öðrum hlutum Vestfjarða. Lifa ábúendur á Ströndum af sauðfjárrækt og fiskveiðum. Mikið er um rekavið á Ströndum. Hefur rekaviðinn rekið frá Síberíu og Skandinavíu. Leynast margar perlur á Ströndum t.d. síldarvinnslustöðin í Djúpuvík