Ef afbóka þarf ferðina þá skal það gert skriflega í  tölvupósti til sölumanns ferðarinnar og á netfangið: vesturferdir@vesturferdir.is

Berist afpöntun lengra en 14 dögum fyrir brottför:

Áskilja Vesturferðir sér að halda 10% af andvirði ferðarinnar.

Berist afpöntun með 14 til 2 daga fyrir brottför:
Áskilja Vesturferðir sér að halda 50% af andvirði ferðarinnar.

Berist afpöntun með skemmri en 2 daga fyrirvara:
Áskilja Vesturferðir sér að halda 100% fargjaldsins (engin endurgreiðsla)

Heimilt er að breyta dagsetningu ferðar ef breytingin er gerð með meira en mánaðar fyrirvara. 

Hópar 20 manns eða fleiri
Fyrir hópferðir er staðfestingargjald rukkað strax við bókun og er það 25% af heildarverði ferðar. Fargjald skal greitt að fullu ekki seinna en 30 dögum fyrir brottför.

Ef afbóka þarf lengri ferðina þá skal það gert skriflega í  tölvupósti til sölumanns ferðarinnar og  á netfangið: vesturferdir@vesturferdir.is

Sé afbókun gerð meira en 90 dögum fyrir brottför þá halda Vesturferðir 25% af kostnaði ferðarinnar (staðfestingargjaldið).

Verði afbókun 90 til 60 dögum fyrir brottför þá halda Vesturferðir 50% af kostnaði ferðarinnar.

Verði afbókun innan 60 daga fyrir brottför þá halda Vesturferðir 100% af kostnaði ferðarinnar (engin endurgreiðsla).

Lágmarksfjöldi farþega

Lágmarksfjöldi farþega er mismunandi og er gefinn upp í­ lýsingu hverrar ferðar fyrir sig. Ef lágmarksfjölda er ekki náð í ferðina er í sumum tilvikum málið skoðað og athugað með hvort ferðin verði farin. Ef nauðsynlegum farþegafjölda hefur ekki verið náð sólarhring fyrir brottför, er kaupanda tilkynnt um það símleiðis og ferðin endurgreidd.

Almennt
Vesturferðir áskilja sér rétt til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annars, svo sem og ef ekki fæst næg þátttaka.

Vesturferðum er heimilt að breyta dagsetningu ferðar ef breytingin er gerð með meira en mánaðar fyrirvara. 

Afpöntunarskilmálar geta verið aðrir en að ofan greinir t.d. þegar um ráðstefnur og stærri hópa er að ræða.

Vesturferðir áskilja sér rétt á að breyta ferðum, lýsingu ferða og brottfarartíma án fyrirvara ef nauðsynlegt þykir.

Verði breytingar á flugi(innan og utanlands) eða bátsferðum á þeim tíma sem áætluð ferð hjá Vesturferðum er, þá ber ferðamaðurinn allan þann auka kostnað sem myndast, s.s. gisting, fæði og nýr ferðamáti, vegna þessa.

Vesturferðir tryggja hvorki farþega sí­na né farangur þeirra og því­ eru farþegar hvattir til þess að vera með ferða-, slysa/sjúkra- og farangurstryggingu. Farþegi ber ábyrgð á eigin farangri.

Farþegi í­ ferð er skuldbundinn að hlí­ta fyrirmælum fararstjóra og fara að lögum og reglum er gilda á flutningatækjum, áningarstöðum (sérstaklega á Hornstrandafriðlandinu), enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni.

Við hvetjum fólk til að fjárfesta í ferðatryggingu, til að standa straum af kostnaði sem gæti fallið á fólk, vegna afbókunar með stuttum fyrirvara.