Við bjóðum uppá gott úrval ferða á Vestfjarðasvæðinu og er gjafabréf frá okkur því tilvalið í pakkann um jólin eða við önnur tilefni. Hægt er að velja upphæð sem gildir sem innborgun í hvaða ferð sem er, eða velja fyrirfram hver ferðin á að vera. Í gegnum árin hafa vinsælustu ferðir okkar verið Vigurferðin, Heimsókn á Hesteyri og Hvalaskoðun í Djúpinu. Hægt er að skoða úrvalið okkar hér á heimasíðunni undir FERÐIR.