Samgöngur til Vestfjarða hafa batnað mikið síðustu árin, með tilkomu Dýrafjarðargangna og malbikunar á suðurfjörðum Vestfjarða.  Á næstu 1-2 árum verður svo væntanlega búið að malbika langstærsta hluta leiðarinnar um suðurfirði í gegnum Teigsskóg og yfir Dynjandisheiði.  Það eru þó margir sem telja vegi svæðisins farartálma, en hingað kemst hvaða smábíll sem hingað vill.  Það eru að sjálfsögðu hlutar sem eru slæmir, en megnið af vegunum er í malbikaðir og í góðu standi. Með því að fara akandi gefst frábært tækifæri til að njóta umhverfisins og fjölda spennandi afþreyingarmöguleika á leiðinni. Hér eru fjórir mismunandi akstursmöguleikar frá Reykjavík. 

Keyrandi

 

Flug

Icelandair flýgur tvisvar á dag til Ísafjarðar. Með þessu móti gefst tækifæri til dagsferðar í höfuðstað Vestfjarðanna. Nánari upplýsingar og bókanir á heimasíðu Icelandair.

Norlandair flýgur einu sinni á dag, sex daga vikunnar, til Bíldudals og tvisvar í viku til Gjögurs. Nánari upplýsingar og bókanir á heimasíðu Norlandair.

Hjólandi

Að hjóla Vestur er einnig möguleiki. 

Hér er hægt að nálgast hjólakort fyrir hjólandi ferðalanga sem inniheldur allskyns nothæfar upplýsingar, m.a. um vegina. 


Allar frekari upplýsingar veitir vinalegt starfsfólk Upplýsingamiðstöðvarinnar á Ísafirði í síma 450 8060 eða í tölvupósti info@vestfirdir.is.