Það er ekki á allra færi að fara um Hornstrandir í marga daga með allt á bakinu, en það þýðir samt ekki að svæðið sé lokað öðrum. Við höfum í gegnum árin þróað gott úrval af dagsferðum á svæðinu. Þetta eru mest dagsferðir sem byrja snemma morguns á Ísafirði þaðan sem bátur fer með hópinn í vel valinn fjörð sem siglt er til. Þaðan er gengið yfir í næsta fjörð eða vík, þar sem bátur kemur síðdegis til að sækja hópinn og ferja til baka. Þessar ferðir eru færar öllum sem geta gengið 12-16 km með lítilli hækkun. 

Fyrir fjölskyldur og þá sem eiga erfitt með gang, bjóðum við skemmtilega fimm klst Heimsókn á Hesteyri sem hefur verið vinsæl meðal Íslendinga.

Hér fyrir neðan er listi yfir ferðirnar og á hvaða vikudegi þær eru farnar.




MÁNUDAGUR: 

PANORAMA GÖNGUFERР

Friðland Hornstranda er einstakur staður á norðurhluta Vestfjarða og ekki svo fjarri heimsskautsbauginum. Svæðið hefur ekki verið í byggð síðan um miðja síðustu öld og því líður manni eins og á hjara veraldar, umkringdur lítið snortni náttúru. Þessi ferð býður upp á einstakt tækifæri til að upplifa svæðið ef þú hefur bara einn dag aflögu. Við förum um mjög hluta Jökulfjarðana sem fáir fara um en bíður upp á frábært útsýni og kyrrð. Leiðsögumaður fer yfir sögu svæðisins og þegar komið er í Kvíar er borinn fram heimatilbúin kvöldverður. Kvíar eru gamall bóndabær frá 1921 sem hefur verið endurbyggður fyrir hópa og aðra gesti. 






ÞRIÐJUDAGUR:

AÐALVÍK – HESTEYRI – DAGSFERÐ

Þessi ferð hefst með landtöku Sæbólsmegin í Aðalvíkinni. Þessi kjarni var í byggð fram á miðja 20. öldina og er gömlu húsunum haldið vel við af afkomendum íbúanna og nýtt sem sumarhús. Við göngum upp frá Víkinni, yfir Sléttuheiðina og niður að Hesteyri. Leiðin er um 14km og hækkunin undir 500m. Við fræðumst um sögu svæðisins á meðan við förum yfir á þægilegum gönguhraða. Þetta er einstök leið sem fyllir hugann orku og gefur gott útsýni til allra átta.








MIÐVIKUDAGUR:

HEIMSÓKN Á HESTEYRI

Það tekur nær klukkustund að sigla yfir á Hesteyri frá Ísafirði. Við bjóðum uppá heimsókn til þessa afskekta gamla þorps með leiðsögn og kaffiveitingum í Læknishúsinu. Við göngum stuttan hring með sögustoppum og er sú ganga auveld yfirferðar og hentar flestum. 






FIMMTUDAGUR:

DAGSFERÐ Í HORNVÍK

Að koma í Hornvík að sumri er stórkostleg náttúruupplifun.  Allt lífríkið hamast við að komast til þroska á stuttu sumri og það iðar, syngur, æpir, tístir og skrækir allt um kring. Gott tjaldstæði í botni Hornvíkur er hentug bækistöð, en þaðan má fara í dagsgöngur út á Hælavíkurbjarg og Hornbjarg. Við bjóðum dagsferð í Hornvík alla fimmtudaga í júlí og ágúst. Þessi ferð gefur þér kost á að ganga á Hornbjarg sem er algjörlega einstök náttúruperla. 






FÖSTUDAGUR: 

PANORAMA DAGSFERÐ Á HORNSTRANDIR

Friðland Hornstranda er einstakur staður á norðurhluta Vestfjarða og ekki svo fjarri heimsskautsbauginum. Svæðið hefur ekki verið í byggð síðan um miðja síðustu öld og því líður manni eins og á hjara veraldar hér umkringdur lítið snortni náttúru. Þessi ferð býður uppá einstakt tækifæri til að upplifa svæðið ef þú hefur bara einn dag aflögu. Við förum um mjög hluta Jökulfjarðana sem fáir fara um en bíður uppá frábært útsýni og kyrrð. Leiðsögumaður fer yfir sögu svæðisins og þegar komið er í Kvíar er borinn fram heimatilbúin kvöldverður. Kvíar eru gamall bóndabær frá 1921 sem hefur verið endurbyggður fyrir hópa og aðra gesti. 






LAUGARDAGUR:

HESTEYRI TIL AÐALVÍKUR

Það tekur nær klukkustund að sigla yfir á Hesteyri frá Ísafirði. Við bjóðum uppá heimsókn til þessa afskekta gamla þorps með leiðsögn og kaffiveitingum í Læknishúsinu. Við göngum stuttan hring með sögustoppum og er sú ganga auveld yfirferðar og hentar flestum. 






SUNNUDAGUR:

HEIMSÓKN Á HESTEYRI

Það tekur nær klukkustund að sigla yfir á Hesteyri frá Ísafirði. Við bjóðum uppá heimsókn til þessa afskekta gamla þorps með leiðsögn og kaffiveitingum í Læknishúsinu. Við göngum stuttan hring með sögustoppum og er sú ganga auðveld yfirferðar og hentar flestum.